149. löggjafarþing — 122. fundur,  13. júní 2019.

meðferð einkamála o.fl.

783. mál
[10:40]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Tillögur minni hlutans um að rýmka enn frekar aðgengi fjölmiðla að dómsal voru felldar við umræðu í gær. Þar var hugmyndin sú að snúa við meginreglunni um að allt sé bannað nema það sé leyft yfir í að allt sé leyft nema það sé bannað. Það voru vonbrigði að svo fór en engu að síður voru gerðar smávægilegar lagfæringar á 2. og 18. gr. frumvarpsins sem horfa til bóta. Þess vegna mun ég styðja málið eins og það liggur fyrir núna en lýsi vonbrigðum með að þingheimur skyldi ekki grípa tækifærið og rýmka þessar reglur.