149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

kynrænt sjálfræði.

752. mál
[16:03]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Það er með mikilli gleði sem ég greiði hér atkvæði með frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Þetta er gríðarlega mikilvægt réttindamál. Þetta er gífurlega mikilvægt mannréttindamál. Það er gríðarlega mikilvægt að einstaklingar geti skilgreint kyn sitt.

Umræðan um þessi málefni á eftir að halda áfram í samfélaginu. Starfshópar verða starfandi samkvæmt þessu frumvarpi og ég bind mjög miklar vonir við að við náum enn lengra í þessum málum með þeirri vinnu. Það er mikið fagnaðarefni að við séum núna að samþykkja þessi lög og ég segi það aftur: Það er með mikilli gleði sem ég er hér á já-takkanum.