149. löggjafarþing — 124. fundur,  18. júní 2019.

Seðlabanki Íslands.

790. mál
[20:04]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég mótmæli því fullkomlega að sjónarmið Samfylkingarinnar séu ómálefnaleg eða byggist á dylgjum eða órökstuddum áhyggjum. Það er einu sinni þannig í lífinu, hv. þingmaður, að maður dregur lærdóm af sögunni og nógu oft höfum við upplifað slík helmingaskipti að við hljótum að reyna að setja fram frumvörp sem koma í veg fyrir að það sé mögulegt.