149. löggjafarþing — 125. fundur,  19. júní 2019.

taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður.

710. mál
[16:29]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Því miður náðu breytingartillögur okkar í Samfylkingunni og Pírötum ekki fram að ganga í 2. umr. þessa máls sem hefði verið því mjög til bóta. Við greiddum þess vegna atkvæði gegn breytingartillögu meiri hlutans í gær. Hins vegar teljum við mjög mikilvægt að greitt sé a.m.k. eitthvert gjald fyrir afnot af auðlindum þjóðarinnar og munum við því ekki greiða atkvæði gegn málinu nú heldur sitja hjá, enda hefðum við viljað að farið væri öðruvísi að, greidd væri auðlindarenta og að hluti hennar rynni til sveitarfélaganna.