149. löggjafarþing — 125. fundur,  19. júní 2019.

taka gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóður.

710. mál
[16:31]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vil benda landsmönnum á að fylgjast með þegar endurskoðunin verður eftir tvö ár. Það var mjög upplýsandi sem kom fram í nefndinni í gær þegar hagsmunasamtök, samtök félaga í sjávarútvegi, komu fyrir nefndina. Þetta á að endurskoða og nú grenja þau yfir því að það séu mögulega ekki rekstrarskilyrði eins og þetta er og áhættumatið sé það þröngt og burðarþolsmatið sem á að passa upp á að ekki sé verið að fara illa með náttúruna með þessum iðnaði, með fiskeldi sem er hægt að gera náttúruvænt að langmestu leyti. Nú eru þau að segja að þetta sé ekki nógu stórt fyrir það sem er verið að gera núna og bíðið þá bara og sjáið hvað mun gerast eftir tvö ár. Þá verður sagt: Annaðhvort þurfum við að fá að stækka meira eða þá að lækka verður þetta gjald á okkur, annast bara stenst þetta ekki. Það er því verið að leggja upp málið núna fyrir okkur og allir að vega og meta hvort þetta sé gott mál. Verið er að réttlæta það að eftir tvö ár verður þetta mantran sem verður sungin hérna inni. Bíðið bara og sjáið.