149. löggjafarþing — 125. fundur,  19. júní 2019.

veiting ríkisborgararéttar.

966. mál
[16:33]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég kem hingað og held hefðbundna atkvæðaskýringu mína undir þessum lið. Enn og aftur vil ég segja að þetta hefur ekkert með það ágæta fólk sem nú öðlast ríkisborgararétt að gera, heldur vil ég enn einu sinni ítreka athugasemdir mínar við það verklag sem viðhaft er um veitingu ríkisborgararéttar með þeim hætti sem við gerum.

Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafði gefið ádrátt um að þessar reglur yrðu teknar til endurskoðunar. Nú veit ég ekki hvað verður þar sem — þó að nú sé vissulega dómsmálaráðherra að störfum reikna ég með að þetta verkefni í bíði nýs dómsmálaráðherra hvenær sem hann verður skipaður. En ég vil ítreka að ég mun sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu eins og ég hef gert um þetta mál hingað til. Það hefur ekkert með það fólk sem öðlast ríkisborgararétt að gera, heldur er það áframhaldandi gagnrýni á verklagið sem viðhaft er.