149. löggjafarþing — 125. fundur,  19. júní 2019.

endurskoðun lögræðislaga.

53. mál
[16:44]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegi forseti. Í umræðum um atkvæðagreiðslu um kynrænt sjálfræði sagði hæstv. forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, með leyfi forseta:

„… allt of oft eru því miður réttindi ekki sjálfsögð og meira að segja þó að árin líði er ekki sjálfgefið að réttindi fólks batni. Það sjáum við nú um heim allan. Til að bæta réttindi fólks í raun og veru þarf pólitískt þor til þess að taka ákvarðanir. Það þarf pólitískan vilja til að keyra þær ákvarðanir til enda …“

Herra forseti. Ég sé á töflunni að meiri hluti þingmanna hefur pólitískt þor og vilja til að leggja af stað í sameiginlegt og þverpólitískt verkefni til að bæta réttindi fjölda fólks í raun og veru. Saman getum við afnumið beina lagalega mismunun gegn fötluðu fólki og fólki með geðsjúkdóma. Það gleður mig, herra forseti, og ég er þakklát vilja þingsins til að leggja af stað í þetta mikilvæga verkefni með mér.