149. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2019.

sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.

765. mál
[18:50]
Horfa

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Ýmislegt í þessu frumvarpi er mjög gott. Það sem mig langar samt að vita og spyrja hv. þingmann um er hvort hún geti útskýrt betur fyrir mér hver muni fara með eftirlit í þessari nýju stofnun, þ.e. eftirlit með Seðlabankanum sem er mjög stór aðili á markaði. Getur hún útskýrt aðeins hvernig eftirlit með eftirlitinu á að fara fram?