149. löggjafarþing — 126. fundur,  19. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[19:38]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég biðst afsökunar á að hafa gleymt að svara spurningunni um nefndarálitið. Ég hugsaði með mér að ég hefði þá seinna andsvarið til þess.

Það er hárrétt að það er misminni hjá þeim sem hér stendur, auðvitað var hv. varaþingmaður Jón Þór Þorvaldsson varamaður inni fyrir Sigurð Pál Jónsson þegar nefndarálitið sem var til meðferðar milli 1. og 2. umr. var lagt fram. Ég fletti því ekki upp áður en ég kom í ræðuna en mig minnti að þeir hefðu gert fyrirvara við þá undirritun. Ef svo er ekki dreg ég það til baka. Ég tek alveg á mig þetta misminni ef þetta var svona en það breytir ekki þeim efnisatriðum að 8. greinar málefnin hafa verið gagnrýnd mjög harkalega af fulltrúum Miðflokksins allan tímann. (KÓP: En uppruni breytingartillögunnar?) Uppruni breytingartillögunnar? Ja, þetta eru þau sjónarmið sem ég er að tala fyrir hérna, (Forseti hringir.) að opnunin —

Ég veit ekki hvort það eru fleiri fyrirtæki sem falla undir þetta en ég veit að þarna er rekstur á svæði sem hefur verið sérstaklega viðkvæmt áratugum saman og mér þykir ekki boðlegt að viðskilnaður Alþingis við þetta mál (Forseti hringir.)verði með þeim hætti að það svæði sem hefur verið veikast um langa hríð verði það sem fer verst út úr skurðpunktinum. (Gripið fram í.)

(Forseti (BN): Forseti minnir hv. þingmann á tímamörkin.)