149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

fiskeldi.

647. mál
[00:28]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Eins og ítrekað hefur komið fram í dag og í gær áttum við óvenjugott samstarf um þetta mál í nefndinni sem ég vona svo sannarlega að verði fyrirmynd í starfi nefndarinnar á næsta þingi. Eins og kom fram í gær studdum við í Samfylkingunni flestar breytingartillögur meiri hlutans en vorum þó á móti einni veigamikilli grein. Þrátt fyrir þær góðu breytingar sem orðið hafa á málinu í umfjöllun nefndarinnar og stuðning okkar við flestar breytingar meiri hlutans eru hér enn atriði sem við getum ekki fellt okkur við, því miður. Þess vegna treystum við okkur ekki til að styðja frumvarpið en leggjumst þó ekki gegn því, enda teljum við þessar breytingar vera mjög til bóta frá núgildandi löggjöf.