149. löggjafarþing — 126. fundur,  20. júní 2019.

mannanöfn.

9. mál
[01:26]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ekki núna, ekki svona, ekki nógu vandað, fara sér hægt. Þetta eru viðbrögð þeirra sem telja sig frjálslynda, telja sig verja einstaklingsfrelsið — bara ekki núna, ekki svona, fara sér hægt.

Þetta er dæmalaust og ég hlýt að taka undir það að vinnubrögð þingsins við þessa atkvæðagreiðslu eru mikil vonbrigði. Ég hefði haldið að þingið ætti að sýna þá rausn að fjalla a.m.k. um breytingartillögurnar og taka afstöðu til þeirra og frumvarpsins svo breytts. Nei, ekki núna, ekki svona, fara sér hægt.

Þingmaðurinn segir já.