149. löggjafarþing — 129. fundur,  20. júní 2019.

framkvæmd embætta sýslumanna á lögum um aðför og lögum um nauðungarsölu.

995. mál
[13:11]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Örstutt vegna þessarar umræðu. Hæstv. forsætisráðherra beindi því til hæstv. forseta að taka mál þetta upp við forsætisnefnd og þá vil ég endilega hafa sagt hér að skýrslubeiðnirnar skipta okkur mjög miklu máli. Út úr skýrslunum hafa komið mál sem hafa haldið áfram og bætt samfélag okkar. Ég beini því til hæstv. forseta þegar hann tekur málið upp í hv. forsætisnefnd að ekki komi til greina að meiri hluti Alþingis segi já eða nei við skýrslubeiðnum frá þingmönnum. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)