149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

varamenn taka þingsæti.

[10:33]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Borist hafa bréf frá Sigurði Inga Jóhannssyni, 2. þm. Suðurk., Silju Dögg Gunnarsdóttur, 7. þm. Suðurk., Vilhjálmi Árnasyni, 9. þm. Suðurk., Steinunni Þóru Árnadóttur, 6. þm. Reykv. n., Kolbeini Óttarssyni Proppé, 6. þm. Reykv. s., Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, 8. þm. Norðaust., og Guðmundi Inga Kristinssyni, 12. þm. Suðvest., um að þau verði fjarverandi á næstunni í opinberum erindum.

Í dag taka því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, Ásgerður K. Gylfadóttir, 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, Jóhann Friðrik Friðriksson, 1. varamaður á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, Unnur Brá Konráðsdóttir, 2. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi norður, Álfheiður Ingadóttir, en 1. varamaður á lista hefur boðað forföll, 1. varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður, Orri Páll Jóhannsson, 1. varamaður á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, Þorgrímur Sigmundsson, og 1. varamaður á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi, Jónína Björk Óskarsdóttir.

Þau hafa öll áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.