149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[11:13]
Horfa

Þorgrímur Sigmundsson (M):

Herra forseti. Við erum að greiða atkvæði um þriðju raforkutilskipun Evrópusambandsins. Stór hluti þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum er á móti þessum pakka. Mikill meiri hluti flokksmanna flestra flokka er á móti málinu, þar á meðal meiri hluti félagsmanna — [Háreysti í þingsal.]

Forseti. Ég óska eftir hljóði í salnum. Þar á meðal er meiri hluti félagsmanna ríkisstjórnarflokkanna. Það er enn uppi, þrátt fyrir að öðru sé haldið fram, vafi á því hvort þessi innleiðing sé í trássi við stjórnarskrá. Nærri 17.000 manns, að mér skilst, eru nú búin að afhenda undirskriftir sínar til að hvetja okkur til að innleiða þetta ekki.

Samvisku minnar vegna, herra forseti, segi ég nei.