149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[11:36]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Setningin „Ráðherra ekki gefið fyrirmæli um framkvæmd þess“ í 3. gr. er kannski það sem sumir velta fyrir sér. En það breytir hins vegar engu. Það eru gefnar út reglugerðir af ráðherra um það hvernig Orkustofnun starfar. Við búum enn þá til lög á Íslandi um það hvernig þetta virkar allt. Eftir þeim lögum og reglugerðum starfar stofnunin. Þar sem er verið að fjarlægja hérna er geðþóttavald ráðherra um ákvarðanir Orkustofnunar. Það er sjálfstæðið. Við erum að forðast geðþóttavald ráðherra. Það hefur verið nógu slæmt í gegnum tíðina. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)