149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

791. mál
[11:49]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég kem hingað upp til að gera grein fyrir afstöðu Miðflokksins til þessa máls. Þetta mál er hluti af málatilbúnaði við innleiðingu þriðja orkupakkans. Þetta mál er mestanpart innihaldslaus fegrunaraðgerð til að réttlæta mál sem stenst enga skoðun. Að þjóðarétti eru þessir fyrirvarar haldlausir og hafa ekkert þjóðréttarlegt gildi. Við tökum ekki þátt í svona leiksýningum um fyrirvara sem aðeins eru til heimabrúks, herra forseti. (Gripið fram í.)

Því hefur verið haldið fram að þessi orkupakki ætti að samþykkjast á grundvelli sjónarmiða um neytendavernd og lækkun á raforkuverði. Þeir tveir þættir tengjast þannig að Íslendingar munu njóta (Forseti hringir.) þeirrar neytendaverndar að uppskera hærra raforkuverð.

Við segjum nei.