149. löggjafarþing — 132. fundur,  2. sept. 2019.

breyting á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku.

791. mál
[11:58]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það er rétt að árétta vegna ýmissa ummæla sem hafa fallið hér að Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðrikssson Hirst áréttuðu það sérstaklega á fundi utanríkismálanefndar í ágúst, þá komu þessi ummæli frá þeim:

„Séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman, þ.e.a.s. þingsályktunartillaga utanríkisráðherra og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, auk lagafrumvarpa hins síðarnefnda, ásamt greinargerðum og öðrum gögnum, teljum við að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga.“

Þetta þarf öllum að vera kristaltært í öllum málflutningi. Það þýðir ekki að vísa mánuð aftur í tímann, hálft ár aftur í tímann. Þetta er það sem kom frá þessum háttvirtu lögspekingum okkar fyrir nokkrum vikum í þessu máli, þannig að það sé öllum fullljóst að málið að stenst að þeirra mati fullkomlega.