150. löggjafarþing — 3. fundur,  12. sept. 2019.

fjárlög 2020.

1. mál
[12:06]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að hæstv. fjármálaráðherra hafi farið ágætlega yfir það að við höfum vissulega náð ákveðnum árangri þegar kemur að rafbílavæðingu. Ég held að árangurinn þurfi hins vegar að verða miklu meiri. Ég er þeirrar skoðunar að við verðum að einhverju leyti að prófa okkur áfram með þessi mál inn í framtíðina vegna þess að loftslagsmálin hafa áhrif á okkur öll og allt samfélagið. Ég er ekki svo bjartsýn að ég telji að allt sem við ákveðum nú komi endilega til með að skila besta árangri. Við verðum auðvitað að læra af reynslunni.

Ég bað hv. þingmann um að lýsa fyrir mér tillögum sínum að því hvernig hann sæi þetta fyrir sér og hann nefndi skemmtiferðaskipin. Ég er alveg sammála því að skemmtiferðaskipin menga. Er það eitthvað sem við ættum kannski að skoða, hv. þingmaður? (Forseti hringir.) Þurfum við að leggja hærri álögur á þau skemmtiferðaskip sem hingað koma til að þau borgi í samræmi við þá mengun sem þau valda?