150. löggjafarþing — 6. fundur,  17. sept. 2019.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.

2. mál
[14:39]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og félagsmálaráðherra hefur boðað er lagt upp með að sú fjármögnun sem tryggð er almannatryggingakerfinu í langtímaáætlun muni m.a. gagnast til þess að taka á krónu á móti krónu skerðingunni eins og hann hefur boðað. Að öðru leyti myndi ég segja að það sé óheppilegt að vera að vinna ár eftir ár með bráðabirgðaákvæði eins og við erum að ræða um í tengslum við víxlverkunina. Við þurfum að komast lengra með heildarendurskoðun örorkubótakerfisins þannig að minna verði um bráðabirgðaákvæði og við náum landi með endurskoðun skerðinga á borð við þá sem hér er nefnd.