150. löggjafarþing — 6. fundur,  17. sept. 2019.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020.

2. mál
[14:50]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í þessu frumvarpi erum við að langmestu leyti að tala um krónutölugjöld og þá er bara spurning hvort við getum horft eins á þetta. Ef krónutölugjöld standa í stað yfir langan tíma á meðan verðbólga er á hverju ári horfum við þannig á það í fjármálaráðuneytinu að gjöldin séu að rýrna að verðgildi. Það felur í sér eiginlega skattalækkun. Jafnvel þó að gjaldið hækki í prósentu má segja það sama á meðan sú prósenta heldur ekki í við verðlag í landinu, að þá sé verðgildi gjaldsins að rýrna. Þessu vil ég halda til haga. En það hvernig þetta kemur niður á hverjum og einum fer náttúrlega eftir því hversu marga bjóra menn drekka, hvað menn kaupa marga lítra og hversu oft af eldsneyti, hvernig heimilishaldið er. Hvernig gjöld og skattar, sem verið er að ræða um í þessu frumvarpi, leggjast á hvert og eitt heimili er bara breytilegt eftir heimili, eftir stærð þess, neyslumynstri o.s.frv. Heildaráhrifin af frumvarpinu (Forseti hringir.) á verðlag eru 0,07%.