150. löggjafarþing — 6. fundur,  17. sept. 2019.

sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki.

4. mál
[18:22]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Við höldum áfram í þessum skoðanaskiptum. Ég er búinn að koma svo oft upp í ræðustólinn að ég er orðinn hálfruglaður hversu mörgum andsvörum ég er búinn að svara. En við erum sammála um það, ég og hv. þingmaður, að það skipti öllu að þetta skili sér til neytenda. Við erum að þessu vegna þess að við trúum því ekki að það sé áhrifalaust á verðlagningu þjónustu og vöru í fjármálastarfsemi að leggja á 8 milljarða álögur með sérstökum skatti. Við bara trúum því ekki.

Ég vil líka minna aftur á rökin sem ég notaði áðan eða benti á, sem eru um virði eignarhluta ríkisins í bönkunum, að það geti haft bein áhrif á virði eignarhluta ríkisins að hafa skattumhverfi hagstæðara.