150. löggjafarþing — 8. fundur,  23. sept. 2019.

gagnkrafa ríkislögmanns í Guðmundar- og Geirfinnsmáli.

[15:08]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Mér er ekki kunnugt um það hverjum er stefnt í þessari stefnu þar sem þetta heyrir ekki undir mig í mínu ráðuneyti, eins og ég kom inn á. Ég get sjálfsagt komist að því og komið því til hv. þingmanns ef einhver áhöld eru uppi um það hvernig það er. Ég ítreka að það er einlæg ósk og vilji ríkisstjórnarinnar allrar að leysa þetta mál með eins góðu og hægt er þar sem hún hefur lagt í þá vegferð að hafa hér sáttanefnd sem því miður náði ekki tilætluðum árangri.

Það er alltaf vont þegar mál fara í dómsferli. Þá þurfa menn að leggja fram ýtrustu kröfur. Það er vaninn í málaferlum. Það er væntanlega gert af hálfu stefnda og ríkislögmaður, sem ber þá hagsmuni að verja ríkisvaldið, gerir það væntanlega líka á móti. Ég get tekið undir með hv. þingmanni, það er margt sem ég hefði ekki skrifað (Forseti hringir.) í slíkt sem ég hef lesið. Ég vil líka, herra forseti, óska þess að við förum ekki að ræða svona persónulega harmleiki á þingi sem pólitískt mál.