150. löggjafarþing — 10. fundur,  25. sept. 2019.

ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu.

142. mál
[16:11]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég ætlaði ekki endilega að taka þátt í þessum umræðum en ýmislegt sem hv. þingmaður sagði vakti áhuga minn, enda deili ég með honum áhuga á alþjóðamálum. Ég hef ekki sömu reynslu og hann að vera utanríkisráðherra, enn þá í það minnsta. (Gripið fram í: Rólegur.) Ef Boris Johnson er orðinn staðgengill utanríkisráðherra Íslands fer ég kannski aðeins að finna hvort setan er farin að hitna. En það var hvernig hv. þingmaður lýsti afstöðu Evrópusambandsins til útgöngu Breta sem vakti athygli mína. Látum vera líkingamálið sem hv. þingmaður notaði um Evrópusambandið eða spurningarnar sem hann velti upp.

Mig langaði að biðja hv. þingmanninum að útskýra hvað í orðum hans fælist um að Evrópusambandið gerði allt í þess valdi stæði til að koma í veg fyrir útgöngu Breta.