150. löggjafarþing — 11. fundur,  26. sept. 2019.

greinargerð ríkislögmanns.

[10:57]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Það er enginn að biðja um neinn feluleik en það er verið að biðja um að hér sé svarað. Það er einfalt. Það var hæstv. samgönguráðherra sem sagði að hann vildi ekki draga málið hingað inn í þingsal. Greinargerðin fór út, ráðherra hefur ekki enn svarað því hvort hún sé sammála greinargerðinni eða ekki. Forsætisráðherra bætir ekki þann skaða sem hlaust af greinargerðinni með því að færa ábyrgðina yfir á Alþingi.

Ég vil spyrja hæstv. ráðherra: Hvað stendur í frumvarpinu? Hvað stendur í frumvarpinu og hefur hæstv. ráðherra talað m.a. við Guðjón Skarphéðinsson og þolendur Guðmundar- og Geirfinnsmálanna um alla málsmeðferðina sem núna bíður þingsins?