150. löggjafarþing — 11. fundur,  26. sept. 2019.

framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020--2023.

102. mál
[12:36]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Örstutt, aðallega út af orðum hv. þm. Bryndísar Haraldsdóttur í þessu fína máli. Það var kvartað pínulítið undan þátttökuleysi karlmanna sem ég sé svo sem ekki að hafi verið vandamál síðan þá en ég er aðeins að reyna að bæta úr. Ég vildi bara segja að þetta er mjög gott mál sem á að komast sem fyrst til nefndar. Áhugaleysi á þátttöku í fyrstu umferð er alls ekki til marks um áhugaleysi á málinu. Ég vil bara koma málinu áfram sem fyrst, ég þakka kærlega fyrir það og hlakka til að það fái góða umfjöllun í nefndum þannig að hægt sé að taka góða umræðu um það í síðari umr.