150. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2019.

innrás Tyrkja í Sýrland.

[10:42]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Herra forseti. Ég þakka fjármálaráðherra svörin en verð samt að segja að ég er örlítið hugsi yfir því hvort það sé samhljómur á milli ríkisstjórnarflokkanna í þessu máli. Mér fannst yfirlýsing Vinstri grænna mjög afdráttarlaus í gær þar sem í raun var hvatt til þess að ríkisstjórnin fordæmdi innrás Tyrkja í Sýrland. Ég vil líka benda á að áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins hefur sérstaklega talað um samskipti við Bandaríkin og að þau þurfi að endurskoða. Ég verð að segja að ég sakna þess örlítið að fá ekki skýrari afstöðu frá fjármálaráðherra hvað þetta hörmulega mál varðar. Ég ítreka því spurningu mína: Er samstaða meðal stjórnarflokkanna í málinu? Mun fjármálaráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn beita sér fyrir því að Ísland tali skýrri röddu í því máli?