150. löggjafarþing — 16. fundur,  10. okt. 2019.

upphæð örorkulífeyris.

[10:49]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin, en ég held að hangið sé á prósentuhækkunum og verðlagsbreytingum á miklu sterkari og stærri hækjum en ég er með. Þetta er bara hækja að segja svona. Þið eruð í ríkisstjórn. Þið getið breytt þessu, þið getið farið eftir launaþróun. Af hverju var ekki farið eftir launaþróun? Af hverju fá öryrkjar ekki kjaragliðnun leiðrétta? Af hverju fengu þingmenn á svo til einni nóttu 600.000 kr. hækkun yfir ákveðið tímabil, en öryrkjar 60.000? Er þetta sanngjarnt? Hvernig í ósköpunum ætlið þið að réttlæta það — og ég vil fá svar við því — að öryrkjar og ellilífeyrisþegar eigi að lifa á 70.000–80.000 kr. minna á mánuði en lægstu laun eru? Hvers vegna? Hvað er það í fari þeirra sem gerir það að verkum að þeir eigi að lifa af þessu? Ég vil fá svar við því: Af hverju í ósköpunum þarf að mismuna fólki svona?