150. löggjafarþing — 17. fundur,  14. okt. 2019.

eignasöfnun og erfðafjárskattur.

[15:09]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Það sem ég vísaði til áðan er að ég þekki að sjálfsögðu þau svör sem lögð hafa verið fram við ágætum fyrirspurnum hv. þingmanns. Ég held að það sé samt mikilvægt að við fáum enn betri heildarmynd. Ég er nokkuð viss um að hv. þingmaður er mér sammála um það þegar við skoðum eignastöðu landsmanna. Fyrir mér er því auðsvarað að ég er reiðubúin að skoða þrepaskiptingu erfðafjárskatts en mér finnst eðlilegt að hann sé framsækinn, eins og hv. þingmaður orðaði það, og horft sé sérstaklega til þess að hann auki ekki ójöfnuð.