150. löggjafarþing — 17. fundur,  14. okt. 2019.

umferðarlög.

175. mál
[16:39]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019. Frumvarpið liggur fyrir á þskj. 176. Ég flyt frumvarpið fyrir hönd umhverfis- og samgöngunefndar. Þetta er mjög fyrirferðarlítið frumvarp, aðeins tvær greinar.

1. gr. hljóðar svo:

„Í stað orðanna „46. gr., 47. gr.“ í 94. gr. laganna kemur: 45.–47. gr.“

2. gr. hljóðar svo:

„Lög þessi öðlast þegar gildi.“

Í greinargerð er þetta nánar skýrt. Frumvarpinu er ætlað að leiðrétta mistök sem höfðu orðið við lokafrágang á frumvarpi til umferðarlaga sem samþykkt var á vorþingi.

Með frumvarpinu er lagfærð vísun til ákvæða samkvæmt 94. gr. umferðarlaga sem samþykkt voru á 149. löggjafarþingi. Í frumvarpi til laganna var kveðið á um í 95. gr. að brot gegn tilteknum ákvæðum laganna, m.a. 45. gr., varðaði sektum. Ákvæði 45. gr. hefur að geyma almennar reglur um akstur bifhjóla. Við meðferð málsins féll vísun til 45. gr. brott fyrir mistök en ekki var ætlunin að gera brot gegn því ákvæði refsilaust.

Leggur nefndin því til að vísun til 45. gr. verði bætt við 94. gr. laganna.