150. löggjafarþing — 19. fundur,  16. okt. 2019.

neytendalán.

223. mál
[17:28]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég held reyndar að þetta verði svolítill prófsteinn á ráðherraræðið og hvort við höfum eitthvað lært frá því fyrir hrun og eitthvað lært af rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem einmitt var fjallað um ráðherraræðið. Nú erum við hv. þingmaður báðar þingflokksformenn og hittumst einu sinni í viku til að ræða við forseta og oft hafa þingmannamálin borið á góma. Mér finnst það líka skipta mjög miklu máli, þegar langstærstur hluti mála sem hér hafa farið í gegn á þessu þingi eru frá þingmönnum, að við vinnum með þau alla leið, sýnum þeim sömu virðingu og stjórnarmálum, a.m.k. með afgreiðslu í nefndum. Það er þá hægt að koma þeim inn í þingsal og fella þau, ef meiri hlutinn vill þau ekki. Við séum alla vega ekki að eyða tíma okkar nánast til einskis ef málin eru ekki unnin áfram í nefndum.