150. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa þrjú bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum; á þskj. 157, um kostnaðarþátttöku ríkisins í dreifingu eldsneytis og uppbyggingu hleðslustöðvanets, frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur; á þskj. 209, um uppsagnir hjá Íslandspósti, frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, og á þskj. 201, um starfsmannafjölda Landsvirkjunar og launakjör yfirstjórnar, frá Þorsteini Sæmundssyni.

Einnig hefur borist bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 154, um undanþágur frá fasteignaskatti, frá Andrési Inga Jónssyni.