150. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2019.

lyfjamál.

194. mál
[17:09]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir þetta innlegg. Mig langar sérstaklega að taka við þar sem hún endaði með rafræna fylgiseðla, þar sem því hefur verið haldið fram að Ísland sé svo dýrt vegna þess að við þurfum að nota þessa fylgiseðla á pappír og það kostar að opna alla pakkningar og setja inn íslenskt tungumál ásamt þeim norrænu að ég best veit. Nú veit ég að Evrópusambandið er að ræða þessi mál og mig langar aðeins að spyrja hæstv. ráðherra hver staðan er þar. Mig langar einnig að inna hana eftir því hvort þetta sé ekki alveg að komast áfram á þann punkt innan Norðurlandaráðs að við getum farið að hleypa þessu máli af stokkunum. Ég veit að við höfum haft þetta mjög til umfjöllunar í stjórnsýsluhindrunarhópnum. Það er því þetta tvennt sérstaklega sem ég myndi vilja fá svör við.