150. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2019.

menntun lögreglumanna.

233. mál
[17:24]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M):

Hæstv. forseti. Ég er á svipuðum stað. Ég fagna auknum hlut kvenna í lögreglunáminu eins og það er sett upp í dag. Ég er svolítið að velta fyrir mér starfsnáminu, hvort ætlunin sé að breyta fyrirkomulagi starfsnámsins. Akademíska námið býður upp á fjölda leiða, fólk þarf ekki endilega að fara yfir í starfsnámið en getur samt hlotið framgang innan lögreglunnar jafnvel. Spurningin er aðallega hvort hæstv. ráðherra sjái eitthvað í því að breyta því hvernig starfsnámið er sett fram í dag og jafnvel að fjölga þeim plássum sem þar eru.