150. löggjafarþing — 22. fundur,  21. okt. 2019.

menntun lögreglumanna.

233. mál
[17:25]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M):

Herra forseti. Varðandi markmiðin með þeim breytingum sem urðu fyrir þrem eða fjórum árum var alveg skýrt að vilji lögreglumanna var að færa námið upp á háskólastig sem og var gert. Það markmið hefur því náðst. Það markmið að gefa fólki kost á að nema lögreglufræði án tillits til búsetu á landinu hefur líka náðst með því fjarnámi sem er á Akureyri.

Varðandi það sem nokkrir þingmenn hafa orðað um kynjahlutfallið vil ég benda á að í Lögregluskólanum, áður en námið var fært upp á háskólastig, voru jafn margir af báðum kynjum, meira að segja hnífjafnt. Það voru 11 konur og fimm karlar 2014–2015 og árið þar á eftir voru 11 karlar og fimm konur. Þetta gerir 16 af hvoru kyni. Það var ekki vandamál í sjálfu sér en (Forseti hringir.) auðvitað þarf að fjölga konum í lögreglustétt. Það var bara ekki vandamálið og varðandi fjöldann var það auðvitað bara spurning um fjármagn.