150. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2019.

íslenskur ríkisborgararéttur.

252. mál
[18:49]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir og tek undir að margt gott þarf að laga, af því hef ég reynslu sem formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Varðandi ákvæðið sem hún vísar í, orðið „samtals“, þá er ekki verið að breyta neinu. Það er í raun verið að rýmka öll skilyrði. Það er ekki verið að breyta neinu um það að maður getur farið í námsleyfi til útlanda í allt að þrjú ár, að ég held, og dvalist erlendis vegna aðstæðna. Þessu ákvæði er ætlað að rýmka og skýra þær reglur sem eru nú þegar fyrir hendi. Ég sé ekki í fljótu bragði að þetta eina orð takmarki neitt frá því sem nú er.