150. löggjafarþing — 23. fundur,  22. okt. 2019.

íslenskur ríkisborgararéttur.

252. mál
[19:07]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir andsvarið en verð þó að leiðrétta hana vegna þess að í núgildandi lögum segir, með leyfi forseta:

„Heimilt er að víkja frá þessum skilyrðum hafi dvöl umsækjanda hér verið rofin allt að einu ári vegna tímabundinnar atvinnu erlendis eða af óviðráðanlegum ástæðum, svo sem vegna veikinda nákomins ættingja, en þó allt að þremur árum vegna náms erlendis. Sá tími, sem umsækjandi hefur átt hér lögheimili og dvöl, verður þó að vera að minnsta kosti jafnlangur þeim tíma sem hann verður að uppfylla skv. 1. mgr.“

Þetta er í lögunum núna. Það sem hæstv. ráðherra er væntanlega að tala um er nýmælið er varðar maka. Þetta er í lögunum núna. Það sem er verið að breyta er, með leyfi forseta, allt sem ég sagði áðan:

„Heimilt er að víkja frá þessum skilyrðum hafi dvöl umsækjanda hér verið rofin allt að einu ári vegna tímabundinnar ...“

verður:

„Heimilt er að víkja frá þessum skilyrðum hafi dvöl umsækjanda hér verið rofin allt að einu ári samtals á þeim tíma sem hann verður að uppfylla ...“

Það stendur í frumvarpinu. Nú hristir hæstv. ráðherra hausinn og ég velti fyrir mér hvort ég sé þá ekki með rétt frumvarp í höndunum, það sem dreift var hér á þingi.