150. löggjafarþing — 26. fundur,  4. nóv. 2019.

þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

317. mál
[16:54]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki verið að breyta eignarhaldinu, svo að ég svari fyrirspurn þingmanns. Hér er áfram um að ræða þjóðlendur en tekjurnar eru látnar fylgja leyfisveitingarvaldinu, þ.e. til sveitarfélaga í þeim tilvikum þar sem þau fá það hlutverk. Tekjurnar miðast við þann aðila sem hefur því hlutverki að gegna en eignarhaldið er óbreytt og áfram um þjóðlendur að ræða.