150. löggjafarþing — 26. fundur,  4. nóv. 2019.

þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

317. mál
[16:59]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég vil árétta að þeir sem fóru í gegnum ferli óbyggðanefndar litu svo á að sönnunarbyrðin væri meira þeirra megin og í flestum tilfellum ef þeim tókst ekki að standa undir henni var úrskurðað að landið væri þjóðlenda. Seinna andsvarið kemur svolítið að þessu, ríkinu sem landeiganda. Maður hefur kannski ekki mikið af kvörtunum um afrétti og annað slíkt gagnvart landeiganda vegna uppbyggingar. Á hálendinu og víða annars staðar, í kringum ferðaþjónustuna, hefur tekið mjög langan tíma að gera samninga um uppbyggingu ferðaþjónustu og innviða. Mun eigendastefnan duga til þess eða hvernig getur ríkið bætt sig sem landeigandi?