150. löggjafarþing — 26. fundur,  4. nóv. 2019.

þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

317. mál
[17:03]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég er samt ekki alveg tilbúinn að kyngja svarinu um að ekki hafi þurft leyfi ef nýtingin stæði skemur en 12 mánuði. Af hverju erum við ekki með eitthvert bil til að stoppa á? Mér finnst eins og verið sé að gefa óhefta nýtingu fram í tímann, sem mér finnst rangt á öllum sviðum. Það hlýtur að vera eðlilegt að það sé einhver tímarammi um svona vegna þess að við erum kannski að tala um gífurlegt rask. Við vitum ekki hversu mikið jarðrask verður við vinnslur eins og þarna eru undir.