150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[15:22]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Staðan er sú að við erum í lágvaxtaumhverfi og staða ríkissjóðs Íslands hefur verið að breytast mjög hratt á síðustu tíu árum. Skuldir ríkissjóðs Íslands eru í kringum 30% af landsframleiðslu og hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri í lýðveldissögunni. Þetta býr til aðstæður sem við höfum ekki séð áður ef við lítum bæði til verðtryggðra og óverðtryggðra vaxta sem gera okkur kleift að fara í þessar kerfisbreytingar sem við erum að fara í. Við getum aldrei spáð nákvæmlega fyrir um framtíðina en hins vegar er staðan sú að ríkissjóður er í góðri stöðu til að fara í þessa kerfisbreytingu.

Ég er sammála hv. þingmanni að það er gríðarlega mikilvægt að nota það umhverfi sem við búum við í dag til að fara í þær breytingar og halda áfram að stuðla að frekari jákvæðum breytingum til að styðja menntakerfið okkar. Þetta er einn liður í því. (Forseti hringir.)

Varðandi diplómanámið þarf ég að skoða það betur.