150. löggjafarþing — 27. fundur,  5. nóv. 2019.

ávana- og fíkniefni.

328. mál
[17:01]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara því að heilbrigðiskerfið hefur notið mikillar fjárhagslegrar uppbyggingar í tíð þessarar ríkisstjórnar og ekki niðurskurðar í neinum efnum. Ekki í einum einasta fjárlagalið hefur verið skorið niður. Því miður hefur það orðalag kannski verið notað þegar einstakar stofnanir glíma við það að bregðast við fyrirsjáanlegum hallarekstri á yfirstandandi ári, sem allar stofnanir þurfa að gera ef í það stefnir, þá er hugtakið niðurskurður notað sem á ekki við í því efni, alls ekki. En hins vegar ætla ég að segja það, af því að hv. þingmaður spurði hvort fjármálaráðherrann hefði gefið grænt ljós á þessar 50 milljónir, að þær eru til í ramma heilbrigðisráðuneytisins og Alþingi hefur tekið ákvörðun um að ráðstafa þeim fjármunum í þetta.