150. löggjafarþing — 28. fundur,  6. nóv. 2019.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:06]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti þarf vonandi ekki að endurtaka að þetta var kannað og niðurstaðan varð sú sem raun ber vitni, hæstv. ráðherra hafði ráðstafað sér í annað. Hefði hæstv. ráðherra getað breytt dagskrá sinni og verið á listanum hefði svarið að sjálfsögðu borist í því að tilkynning hefði verið send út um nýjan viðverulista ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum. Ég gekk út frá því að menn áttuðu sig á því að sú breyting yrði ekki með því að óbreyttur listi stóð um þátttöku ráðherra.