150. löggjafarþing — 29. fundur,  11. nóv. 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:02]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum:

Frá umhverfis- og auðlindaráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 224, um utanlandsferðir á vegum ráðuneytisins, frá Þorsteini Sæmundssyni, og á þskj. 256, um hafverndarsvæði, frá Birni Leví Gunnarssyni.

Frá fjármála- og efnahagsráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 324, um breytingar á sköttum og gjöldum, frá Óla Birni Kárasyni, og á þskj. 407, um fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans hf., frá Birgi Þórarinssyni.

Loks er bréf frá dómsmálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 196, um ástæður hlerana frá ársbyrjun 2014, frá Helga Hrafni Gunnarssyni.