150. löggjafarþing — 29. fundur,  11. nóv. 2019.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

319. mál
[16:01]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þetta andsvar. Það eru miklir fjárhagslegir hagsmunir undir, vilja menn meina, og það er það sem við leggjum til þegar kemur að uppskiptingu ÍL-sjóðs og Íbúðalánasjóðs. Eins og ég rakti í framsöguræðunni var talið skynsamlegt að fara í þessa sameiningu samhliða því sem það væri gert. Það er gert ráð fyrir því og mun væntanlega koma fram í meðförum nefndarinnar að á ársgrundvelli eigi að geta orðið af þessu rekstrarhagræði upp á kannski um 100 milljónir þegar stofnunin er tekin til starfa. En hún á líka að geta tryggt aukinn slagkraft í húsnæðismálum og mannvirkjamálum. Undirbúningurinn að þessu hefur gengið mjög vel. Ég hvet bara hv. velferðarnefnd til að kalla til sín við vinnslu málsins aðila frá báðum stofnunum, hagaðila, Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri sem hafa unnið mjög þétt að þessu verkefni vegna þess að ég hef þá trú að það sé mögulegt að gera þetta af miklum krafti og miklum myndugleika en jafnframt á stuttum tíma.