150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

umfjöllun um Samherjamálið.

[15:07]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég held að þingheimur allur sé felmtri sleginn yfir þeirri mynd sem var dregin upp af íslensku fyrirtæki í Afríku og hvernig það hagaði sér, og vonandi landsmenn allir sem ég efast ekki um. Ég er ánægð með að forsætisráðherra hefur samþykkt að taka umræðu á morgun um spillingu, en full ástæða er til að við ræðum það í þessum sal hvað þarna er á ferð og hvað má bæta. Ég er ánægð með að hæstv. sjávarútvegsráðherra verður í fyrirspurnum á morgun. Það taka allir þessi mál mjög alvarlega. Við þurfum að gera það öll og horfa til þess að réttarríkið á Íslandi virki vel, sem það gerir. Þessi mál eru komin inn á borð saksóknara og ég tel rétt að það sé skoðað þar alveg í grunninn.