150. löggjafarþing — 31. fundur,  13. nóv. 2019.

umfjöllun um Samherjamálið.

[15:08]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseti vill fagna því að hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur þegar orðið við þeirri beiðni sem hér var fram sett í byrjun af hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur, formanni þingflokks Samfylkingar. Sömuleiðis vill forseti upplýsa að hann hefur verið í samskiptum í morgun út af þeirri beiðni að hér geti farið fram sérstök umræða um þessi mál á morgun og vonandi tekst að koma því þannig fyrir. Það er auðvitað svolítið háð framvindu 2. umr. um fjárlög og atkvæðagreiðslu um þau sem við höfðum ætlað okkur að reyna á morgun.

Forseti vill líka upplýsa að hann hyggst boða til fundar með formönnum þingflokka um kvöldmatarleytið til að fara yfir stöðuna og þá má ræða þessi mál og önnur og hvernig við getum tímasett hlutina á morgun.