150. löggjafarþing — 32. fundur,  14. nóv. 2019.

vera Íslands á gráum lista og aðgerðir gegn peningaþvætti.

[10:57]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta og tek undir það að málið er alvarlegt og auðvitað tökum við það alvarlega, að sjálfsögðu. Varðandi FATF og peningaþvættismálið sem hv. þingmaður vísar til er verið að leggja lokahönd á skýrsluna. Ég vona að ég geti komið með hana hér inn á allra næstu dögum. Ég get ekki tekið undir það að við eigum heima á listanum vegna þess fréttaflutnings sem var hér á dögunum. Gerðar voru örlitlar athugasemdir við kerfið okkar í skýrslu FATF og sjónum sérstaklega beint að þremur atriðum sem út af eru standandi. Að þeim er verið að vinna og leggja lokahönd á það verk. Sumt er nú þegar klárað og það sem sást kannski þarna, ef marka má þann fréttaflutning sem við horfðum á, er að fjármunir virtust vera að fara í gegnum reikninga í erlendum bönkum. En við munum að sjálfsögðu gera það sem í okkar valdi stendur til að allar stofnanir okkar séu tilbúnar til að takast á við þetta mál líkt og önnur. Ég tel stofnanir okkar vera fyllilega búnar til þess og ef svo er ekki þá bætum við að sjálfsögðu úr því.