150. löggjafarþing — 34. fundur,  25. nóv. 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:05]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 161, um Ferðamálastofu og nýsköpun í ferðaþjónustu; og á þskj. 132, um stuðning við nýsköpun, báðar frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur.

Frá dómsmálaráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 317, um gæsluvarðhald og einangrunarvist fanga, frá Álfheiði Eymarsdóttur; og á þskj. 196, um ástæður hlerana frá ársbyrjun 2014, frá Helga Hrafni Gunnarssyni.

Loks frá utanríkisráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 124, um athugasemdir ráðuneytis við lögfræðilegar álitsgerðir; og á þskj. 113, um skuldbindingu íslenska ríkisins um að réttilega innleiddar EES-gerðir hafi forgangsáhrif í íslenskum rétti, báðar frá Ólafi Ísleifssyni.