150. löggjafarþing — 34. fundur,  25. nóv. 2019.

viðbrögð ráðherra við mótmælum á Austurvelli.

[15:09]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni þessa fyrirspurn. Við höfum rætt þetta áður hér í þingsal, ef ég man rétt fyrir viku. Viðbrögð mín við fundinum eru engin sérstök að öðru leyti en því að ég hyggst einfaldlega vinna mína vinnu með sama hætti og ég hef gert, sinna mínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og af bestu samvisku, gæta að hæfi, hvort heldur er um að ræða sérstök mál eða annað því um líkt, og leggja mig einfaldlega fram um að sinna þeim verkum sem mér hefur verið treyst og trúað fyrir. Það eru viðbrögð mín við þessum fundi.