150. löggjafarþing — 34. fundur,  25. nóv. 2019.

orð fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum.

[15:52]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég tek undir með þeim sem hafa komið hér á undan og bendi einnig á það hversu alvarlegt þetta mál er, upp á að tryggja fjármuni í rannsóknina. Við erum að tala um arðrán íslensks fyrirtækis á bláfátækri afrískri þjóð sem er svo fátæk í dag að þar liggur við fæðuskorti vegna þurrka. Okkur ber skylda til að tryggja fjármagn, gera úttekt og ganga frá þessum málum með hraði. Þess vegna á að sjá til þess að það sé til fjármagn strax og klára málið eins fljótt og hægt er.